(Þessi kafli, Himinninn talar (La ĉielo parolas), er þýddur úr Esperanto VI Leskaflar, bls. 76–77)
 
Hefur þú einhvern tíma heyrt himininn tala?
Já, þegar rosaljós koma.
Hvenær koma rosaljós?
Já! Stundum í þegar rigningu eða haglveðri sjá menn ljósblossa og heyra háværar drunur í himninum. Það eru rosaljós (eldingar).
Kemur rosaljósið og þruman um leið?
Nei! Fyrst birtist rosaljósið á himinhvolfinu eins og forboði: Þegið þið! Þegið þið vesælu ormar jarðarinnar! Nú hefur himinninn orðið.
Er þá rosaljósið persóna?
Ekki persóna með af holdi og blóði en hún er önnur persóna í hinu volduga ríkisráði höfuðskepna alheimsins. Hún birtist á skínandi klæðum, ferðast í stórkostlegri tign eftir hinum krókótta vegi milli skýjafjallanna. Næstum strax eftir að hún birtist drynur þruman, þessi sannfærandi rödd himinsins.
Talar himinninn alltaf eftir að rosaljósið birtist?
Nei! Fyrir koma einnig svonefnd þögul rosaljós eða rosaljós við sjónarrönd. Þá þorir himinninn ekki að ávarpa hina sljóu áheyrendur sína.
Bölvaðu ekki, kæri vinur! Elskar himinninn ekki mennina?
Ég held ekki. En mennirnir óttast himininn því að þeir elska sjálfa sig.
Eru hundarnir eru hræddir við himininn?
Já, þegar leiftrin og þrumurnar drynja, þá skríða þeir skjálfani undir rúmið.
Hvað gerist ef sólin skín í rigningu eða strax eftir hana.
Þá birtist hinn fagri sjöliti himinbogi eða regnbogi í öfugri átt við sólu.
Þekkirðu einhverja hjátrú tengda regnboganum?
*[Já!] Sagt er að menn fái sérhverja ósk sína uppfyllta takist þeim að bera hana upp undir regboganum. Sást regnboginn í dag?
Nei! Í dag var rigningarlaust og grámyglulegt veður.