Skilnaður við krá í Cin-ling héraði
 
Hinn frái vindur fer um víðirunna
og fyllir krána ljúfri blómaangan.
Glæstar meyjar gæða oss á vínum;
mig gamlir vinir komnir til að kveðja:
ég hlýt að fara og hinstu skálum klingja.
Ég fljótið spyr hvort ferð þess austur löndin
fyrr muni enda taka en þrá og tregi?