Saman tvö í garði greru blómin:

gullinn reyr og hýasintan væna.

Hýasinta hélt til Doljam byggðar,

hlaut að þreyja eftir reyrinn gullni.

Hýasinta heim þá kveðju sendi:

„Hjarta mitt, þú gullni reyrinn eini,

hvernig líður þér í grænum garði?“

Gullni reyrinn aftur henni svarar:

„Væri himinn allur örkin hvíta,

allir skógar pennar fagurskornir,

særinn djúpi að svörtu bleki orðinn

og síðan ég í þrjú ár skriftir þreytti,

ég eymdir mínar ekki fengi skrifað.“

 

(Sjá Disiĝo de geamantoj)