Hvers vegna auðmýkirðu mig
með þögulu hugleysi?
Hvers vegna víkurðu undan og forðast mig
og flýrð þegar við hittumst?
Hefurðu gleymt vináttu okkar?
Eða hefur hún alltaf verið uppgerð?
Þögn þín sveipuð myrkri
gerir þig ósýnilegan.
Hvers vegna felurðu þig fyrir mér?
Sál mín frýs í einsemdinni!