Hašek, Jaroslav (1883-1923)

Tékkneski rithöfundurinn Jaroslav Hašek fæddist í Prag 30. apríl 1883. Faðir hans, Josef Hašek, var fátækur kennari en móðir hans hét Katerina. Foreldrar hans höfðu fyrir þrem börnum að sjá: Jaroslav og bróður hans Bohuslav sem var þrem árum yngri. Einnig ólst upp með þeim María, munaðarlaus frænka þeirra. Fjölskyldan var á hálfgerðum hrakhólum og var stöðugt að flytja. Jaroslav missti föður sinn þrettán ára gamall og fimmtán ára varð hann að hætta námi í menntaskóla og fór í þess stað að læra lyfsalaiðn en útskrifaðist að lokum úr verslunarskóla.

Hann fór síðan fótgangandi vítt um Evrópu og hluta Asíu og lenti þar í ýmsum ævintýrum. Hann stundaði blaðamennsku skamma hríð, var til dæmis ritstjóri dýrafræðitímarits og bjó þar meðal annars til nýja dýrategund með skrifum sínum.

Hašek dró dró dár að öllu og öllum og var hann sjálfur þar ekki undanskilinn. Hann samdi reiðinnar býsn af stuttum greinum og skrýtlum og reitti með því fjöldann allan af fólki til reiði.

Árið 1910 kvæntist hann skáldkonunni Jarmilu Mayerová og árið eftir samdi hann fyrsta kaflann í Ævintýrum góða dátans Švejk. Í fyrri heimstyrjöldinni var Hašek tekinn höndum af Rússum og í Rússlandi kvæntist hann aftur tvisvar sinnum. Hann hélt síðan áfram með Ævintýri góða dátans Švejk allt til þess að hann dó fertugur að aldri í borginni Lipnice 3. janúar 1923.

Ævintýri góða dátans Švejk í heimstyrjöldinni voru þýdd á íslensku 1942–1943 af Karli Ísfeld.

 

Aŭtoro de

Titolo Lingvo Kategorio
( Neeldonita ) Játning mín
Ĉeĥa Islanda
Artikoloj